Get ég prófað appið áður en ég greiði fyrir aðgang?
Já, hægt er að stofna aðgang í appinu og bæta við skipum og búa til veiðiferðir án þess að kaupa aðgang. Aðgangur er eingöngu nauðsynleg til að senda inn veiðiferðir til Fiskistofu. Ef frekari prófun er nauðsynleg, þá er hægt að hafa samband við okkur og við getum boðið upp á þróunaraðgang sem getur sent skráningar, en þær skilast ekki til Fiskistofu.
Get ég endurnýjað aðgang?
Já, hægt er að endurnýja aðgang skips í gegnum umsjónarsíðu okkar hér.
Get ég keypt aðgang fram í tímann (fyrir utan strandveiðitímabilið)?
Því miður er ekki hægt að gera það í gegnum greiðslusíðuna eins og er. Ef þörf er á þá er hægt að hafa samband við okkur á [email protected], og við getum græjað það.
Get ég greitt með millifærslu í heimabanka frekar en með kreditkorti?
Já, það er ekkert mál! Hafðu samband við okkur á [email protected], og við græjum reikning í heimabanka, og opnum aðganginn þegar hann hefur verið greiddur. Athugið að þetta er handvirkt ferli, sem gæti þá tekið aðeins lengri tíma en greiðsla með kreditkorti.
Hvers vegna er aðgangur núna á skipi, en ekki á notanda eins og það var?
Upphaflega, þá var hugsunin okkar að hver notandi væri bara með sín skip, og þau myndu ekki deilast á milli. Það reyndist rangt hjá okkur, þar sem það gerðist því miður oftar en ekki að tveir notendur keyptu aðgang og notuðu svo aðganginn á sama skipið. Okkur fannst þetta ósanngjarnt, og ákváðum því að breyta aðganginum þannig að skipið má senda inn, og margir notendur geta sent inn fyrir skipið sem vilja.
Ókostur við þetta er að aðilar geta ekki lengur nýtt einn aðgang fyrir mörg skip samtímis. Eftir að hafa skoðað notendur sem voru að senda inn fyrir mörg skip, þá var mun meira um það að eitt skip var notað í einu, t.d handfærabátur á strandveiðitímabilinu, og svo netabátur á gráslepputímabilinu. Nú er því hægt að vera hagkvæmari og kaupa t.d strandveiðitímabilið eingöngu fyrir strandveiðiskipið, og 2 mánuði á grásleppuskipið, sem endar sem lægra verð.
Ef aðili er með aðgang á eitt skip, og vill flytja þann aðgang yfir á annað skip þá er velkomið að hafa samband við okkur á [email protected].
Er hámarksfjöldi á skip?
Til að koma í veg fyrir misnotkun, þá getur hvern notandi að hámarki haft 3 skip tengd við sinn aðgang. Þetta er stillanlegt, og hægt er að hafa samband við okkur til að hækka heimildina.
Get ég sótt appið á iPhone?
Eins og er, þá er appið ekki á App Store. Þrátt fyrir það, þá er hægt að setja upp vefútgáfu Aflaskráningar sem einskonar app í símann. Það styður alla sömu eiginleika og Android, meðal annars þá virkar síðan án netsambands.
Hægt er að gera það með því að opna vefkerfið hér í síma, og smella á Share merkið . Þar er svo ýtt á Add to Home Screen. Þá ætti að koma upp eftirfarandi gluggi, þar sem er svo ýtt á Add til að setja Aflaskráningu á heimaskjáinn þinn.
Til að eyða því af símanum svo þarf einfaldlega að halda inni merki appsins, og ýta svo á Delete Bookmark